Kristrún og Danielle í stjórn HB Granda

Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kristrún Heimisdóttir og Danielle Pamela Neben eru sjálfkjörnar í stjórn HB Granda. Munu þær koma inn í stjórnina í stað Guðmundar Kristjánssonar og Rannveigar Rist sem sögðu sig bæði úr stjórninni nýverið.

Kristrún og Danielle buðu sig fram í kjöri tveggja stjórnarmanna HG Granda á hluthafafundi félagsins sem fram fer á föstudag. 

Í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar segir að þar sem frambjóðendur séu jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin tvö.

Danielle er viðskiptafræðingur að mennt frá McGill-háskóla í Kanada. Hún hefur ekki áður setið í stjórn HB Granda. Danielle starfar sem ráðgjafi hjá Maresías slf og Fidelio Partners í London með áherslu á ráðgjöf í fjárfestatengslum, stjórnarháttum og fyrirtækjaráðgjöf. 

Kristrún er lögfræðingur. Hún hefur ekki áður setið í stjórn HB Granda. Kristrún hefur frá 2015 verið rannsóknafélagi við Columbia University Law School í New York. Hún var  framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 2013-14 og lektor við Háskólann á Akureyri frá 2012 og nú gestalektor þar.

Þá var hún aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2012, lögfræðilegur ráðgjafi velferðarráðherra 2009-2010 og aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2007-2009.

Á árunum 2006-2007 starfaði hún á LEX lögmannstofu. Hún var lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006 og í valnefnd sigurtillögu samkeppni um byggingu tónlistahúss í Reykjavík 2005-2006.

Kristrún kenndi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst og var um tíma framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar auk fleiri starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK