Verkföll hafa áhrif á 100 þúsund farþega

Ryanair á flugvellinum í Barcelona í morgun.
Ryanair á flugvellinum í Barcelona í morgun. AFP

Írska flugfélagið Ryanair hefur þurft að aflýsa um 300 flugferðum í dag vegna tveggja daga verkfalls flugáhafna félagsins á Spáni, Portúgal, Belgíu og Ítalíu. 

Ryanair greindi frá því í síðustu viku að verkfallið hafi verið boðað af fimm verkalýðsfélögum og snúist um laun og vinnuaðstæður. Þetta þýði að aflýsa þurfi um 300 flugferðum einnig á morgun. Alls hefur þetta áhrif á ferðalög 100 þúsund viðskiptavina Ryanair sem annað hvort hafa verið bókaðir í önnur flug eða fengið endurgreitt að fullu.

Ryanair, sem er stærsta flugfélag Evrópu, flýgur 2.100 flugferðir í dag og flytur um 400 þúsund farþega í dag. 

Starfsfólk Ryanair í Brussel.
Starfsfólk Ryanair í Brussel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK