Fyrstu kaup mun dýrari

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics.
Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics. mbl.is/Ómar

Íbúðir fyrir fyrstu kaupendur hafa hækkað mikið í verði síðustu ár. Íbúðir sem kostuðu 25 milljónir króna fyrir þremur árum kosta nú 33 milljónir. Lægri vextir og meiri kaupmáttur skýra þessar verðhækkanir að hluta.

Þetta segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, og vísar til greiningar sinnar á markaðnum. Bendir hún til þess að frá mars 2017 til febrúar 2018 hafi selst 113 fasteignir á undir 25 millj. á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar seldust 1.940 slíkar eignir frá apríl 2014 til mars 2015.

Samhliða seljast fleiri dýrar eignir. Þannig seldist 31 eign á yfir 90 milljónir frá apríl 2014 til mars 2015 en 194 eignir frá mars 2017 til febrúar 2018. Það er sexföldun.

„Vegna aldursdreifingar þjóðarinnar eru margir fyrstu kaupendur að koma á markaðinn. Þá er mikill aðflutningur erlendra ríkisborgara. Hvort tveggja ýtir undir eftirspurn eftir ódýrari íbúðum. Það birtist í því að eftirspurnin er að færast úr miðbæ Reykjavíkur yfir á svæði eins og Kópavog og Helgafellslandið,“ segir Magnús Árni um áhrifin af litlu framboði ódýrari íbúða. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK