Stella Blómkvist fengið hæstan styrk

Stella Blómkvist fékk um 112 milljónir króna endurgreiddar af framleiðslukostnaði.
Stella Blómkvist fékk um 112 milljónir króna endurgreiddar af framleiðslukostnaði.

Endurgreiðslur úr Kvikmyndasjóði Íslands vegna framleiðslukostnaðar við verkefni sem lokið hefur á þessu ári nema 369.530.601 krónum. Það verkefni sem hæsta endurgreiðslu hefur fengið er sjónvarpsþáttaröðin Stella Blómkvist í framleiðslu Sagafilm, 112 milljónir króna.

Sjóðurinn endurgreiðir framleiðendum kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi 25% framleiðslukostnaðar sem til fellur hér á landi eftir nánar tilgreindum skilyrðum laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi nr. 43/1999 og reglugerð nr. 450/2017 sem hefur stoð í lögunum.

Næst á eftir Stellu Blómkvist í röðinni er kvikmyndin Ég man þig sem gerð var eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, með tæplega 60 milljónir króna, í framleiðslu Zik Zak. Þar á eftir sjónvarpsþættirnir Biggest looser sem framleiddir voru af Sagafilm og fengu um 41 milljón króna endurgreidda.

Endurgreiðslur vegna verkefna sem lauk árið 2017 námu samtals um 961 milljón króna. Hæsta endurgreiðslu fékk Truenorth vegna framleiðslu erlendu kvikmyndarinnar Justice League, 151.805.371 krónur. Fyrirtækið fékk einnig næsthæsta endurgrieðslu, 98.921.201 krónur fyrir framleiðslu á þætti í þáttaröðinni Black Mirror. Þriðja sætið skipaði Eiðurinn, kvikmynd Baltasars Kormáks í framleiðslu RVK Studios með 89.769.757 króna endurgreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK