í mál við Facebook og Zuckerberg

AFP

Hluthafi í Facebook hefur lagt fram ákæru gegn samfélagsmiðlafyrirtækinu og forstjóra þess, Mark Zuckerberg, í kjölfar þess að hlutabréf í fyrirtækinu féllu um 20% fyrr í vikunni. Ákæran er talin vera sú fyrsta af mörgum. Reuters greinir frá.

Hluthafinn, James Kacouris, sakar Facebook og Zuckerberg um að hafa brotið alríkislög um verðbréfamiðlun. Hann hefur óskað eftir leyfi til hópmálsóknar og fer fram á ótiltekna fjárhæð í skaðabætur.

Hlutabréf í Facebook hríðféllu á miðvikudag og lækkuðu um 20% prósent. Skýringin er talin vera sú að tekjur samfélagsmiðilsins og fjölgun notenda hefur ekki verið í samræmi við væntingar fjárfesta. Talið er að vandræði samfélagsmiðilsins í tengslum við persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga sé orsökin.

Stofnandi og forstjóri Facebook, Mark Zuckerberg.
Stofnandi og forstjóri Facebook, Mark Zuckerberg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK