Vélmenni tekur til vörurnar

Vöruhús Innness ehf. í Sundahöfn verður eitt það fullkomnasta hér …
Vöruhús Innness ehf. í Sundahöfn verður eitt það fullkomnasta hér á landi. Í vörugeymslunum er tvisvar til þrisvar sinnum hærra til lofts en í hefðbundnum vöruhúsum og verður húsið um 15.500 fermetrar að stærð. Tölvuteikning/Innnes

Mannshöndin kemur hvergi nálægt vörunum þegar þeim verður komið fyrir í hillum nýs vöruhúss heildverslunarinnar Innness ehf. við Korngarða í Sundahöfn eða þegar þær eru teknar til fyrir viðskiptavinina. Kerfið sækir vöruna þegar sölumaðurinn tekur niður pöntun.

Framkvæmdir hófust við vöruhúsið í byrjun september og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf., sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, segir að þær séu nokkurn veginn á áætlun. Ráðgert er að taka vöruhúsið í notkun undir lok næsta árs, að því er fram kemur í umfjöllun um nýja vöruhúsið í Mmorgunblaðinu í dag.

Sjálfvirkur vöruhúsabúnaður, sá fyrsti sem tekinn verður í notkun hér á landi, gerir það að verkum að vöruhúsið verður eitt það fullkomnasta í landinu. Þurrvöru- og frystivörulagerar verða að mestu leyti sjálfvirkir. Vélmenni stýra vörunum upp í hillur og stýra tiltektarskutlum sem taka vörurnar til eftir pöntunum viðskiptavina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK