Dregur úr vöruskiptahalla

Innflutningur nam 370 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins.
Innflutningur nam 370 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. mbl.is/Árni Sæberg

Vöruútflutningur frá Íslandi nam 287 milljörðum króna á fyrri hluta þessa árs, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Til samanburðar nam vöruútflutningurinn 244 milljörðum króna fyrir sama tímabil í fyrra.  Aukningin nemur 43 milljörðum eða um 18%.

Innflutningur nam 370 milljörðum króna og jókst um 40 milljarða á þessu tímabili, eða um 12,1%. Afgangur á vöruskiptum gagnvart útlöndum það sem af er ári er því 83 milljarðar, sem er ívið lægri upphæð en á sama tíma í fyrra þegar vöruskiptahallinn mældist 86 milljarðar.

Vöruskiptahallinn er engu að síður töluvert mikill, að því er segir í Hagsjánni, sé hann settur í samhengi við þróun síðustu ára en þetta er næstmesti halli á vöruskiptum sem mælst hefur á þessari öld.

Það ber þó að hafa í huga að vöruskiptajöfnuður er einungis einn liður í greiðslujöfnuði við útlönd.

Á móti hallanum á vöruskiptajöfnuði kemur nefnilega nokkuð myndarlegur afgangur af bæði þjónustujöfnuði og fjármagnsjöfnuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK