Jakki Han Solo boðinn upp í London

Harrison Ford – í jakkanum góða – sem Han Solo …
Harrison Ford – í jakkanum góða – sem Han Solo í The Empire Strikes Back frá árinu 1980.

Jakki sem leikarinn Harrison Ford notaði er hann lék geimkappann Han Solo í Stjörnustríðsmyndinni The Empire Strikes Back er á meðal 600 muna sem verða boðnir upp á uppboði í London í næsta mánuði. Búist er við að jakkinn verði sleginn á um eina milljón punda, sem samsvarar um 138 milljónum króna.

Uppboðshúsið Prop Store, sem sérhæfir sig í sölu á minjagripum sem tengjast kvikmyndum, mun einnig bjóða upp á svifbretti Marty McFly úr öðrum kafla Back to the Future og búninginn sem Johnny Depp notaði er hann lék Edda klippikrumlu í kvikmyndinni Edward Scissorhands, að því er segir á vef BBC.

Talsmenn Prop Store segja að boðið verði upp á fjölmarga mjög fræga gripi úr sögu kvikmyndanna. 

Þá geta aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna boðið í hjálm stormsveitarmanns úr fyrstu kvikmyndinni sem var gerð í Stjörnustríðsbálkinum, A New Hope, en búist er við að hann verði sleginn á um 60.000 pund, sem samsvarar rúmum 8 milljónum kr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK