Primera hættir öllu Birmingham-flugi

Primera Air hefur aflýst flugi frá Birmingham.
Primera Air hefur aflýst flugi frá Birmingham.

Primera Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi sínu frá Birmingham-flugvelli. Greint er frá málinu á ferðavef Telegraph og segir þar að gengið hafi brösuglega hjá flugfélaginu frá því að það hóf að bjóða upp á ódýr flug frá Stansted og Birmingham. 

Félagið fór inn á Bretlandsmarkað í apríl á þessu ári samkvæmt því sem fram kemur í frétt Telegraph og bauð félagið, sem er í eigu Íslendinga en með höfuðstöðvar í Lettlandi, upp á ódýrt flug til ýmissa borga í Norður-Ameríku, svo sem New York, Washington og Toronto, auk fjölda áfangastaða í Evrópu. Fljótlega hafi flugfélagið þó hætt flugi til Boston og dregið úr ferðum til New York – og á endanum hætt alveg flugi til stórborgarinnar.

Haft er eftir talsmanni Birmingham-flugvallar í frétt Telegraph að hann sjái mjög eftir þjónustu flugfélagsins og segir fréttirnar vonbrigði. Sér í lagi þar sem mikil spurn hafi verið eftir áfangastöðum flugfélagsins.

„Við erum að þrýsta á flugfélagið að endurgreiða fólki eins fljótt og auðið er þannig að það geti bókað með öðrum flugfélögum frá Birmingham. Við vorkennum farþegunum sem lenda í óþægindum vegna þessa,“ er haft eftir talsmanni flugvallarins í Birmingham.

Primera hefur tilkynnt öllum farþegum, sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna þess að flugi hafi verið aflýst, um ákvörðunina og biðst afsökunar á óþægindunum, segir í frétt Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK