Tugþúsundir fermetra á markaðinn

Áformað er að afhenda fyrstu íbúðirnar á Hafnartorgi fyrir áramót. …
Áformað er að afhenda fyrstu íbúðirnar á Hafnartorgi fyrir áramót. Við hlið Hafnartorgs má sjá drög að nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Harpan er svo lengst til hægri. Teikning/ÞG Verk

Framboð á atvinnuhúsnæði eykst um tugþúsundir fermetra á næstu mánuðum með því að margar nýbyggingar verða teknar í notkun. Verktakafyrirtækið ÞG Verk er þar af með rúma 40 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og alls 20 þúsund fermetra bílakjallara.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, 50-60% af nýju atvinnuhúsnæði á Hafnartorgi hafa verið leigð út. Þá sé búið að leigja um 20% af nýju 16.500 fermetra skrifstofuhúsi í Urðarhvarfi í Kópavogi. Áætlað sé að senn muni um þúsund manns starfa í húsinu.

Hafnartorgið verður tekið í notkun í haust og með því bílakjallari sem nær undir Geirsgötu. Þorvaldur segir eftirspurnina vitna um efnahagsbata síðustu ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK