Fimm milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka

mbl.is/Ófeigur

Hagnaður Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi eftir skatta var fimm milljarðar króna og arðsemi eigin fjár 11,6% á ársgrundvelli sem er sambærilegur hagnaður og arðsemi miðað við sama tímabil árið 2017.

Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 4 milljörðum sem er sambærilegt við annan ársfjórðung 2017 og var arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) 11,6% á ársgrundvelli, var 11,8% á öðrum ársfjórðungi í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Hreinar vaxtatekjur voru 7,6 milljarðar (voru 7,8 milljarðar á öðrum ársfjórðungi í fyrra) og var vaxtamunur 2,8%, en var 3% á sama tíma í fyrra. 

Sjö milljarða hagnaður á fyrri helmingi ársins

Sé fyrri árshelmingur skoðaður nam hagnaður eftir skatta 7,1 milljarði, var 8 milljarðar á sama tíma í fyrra, og arðsemi eigin fjár 8,2% á ársgrundvelli, var 9,2% fyrir sama tímabil í fyrra.

Hagnaður af reglulegri starfsemi var 6,8 milljarðar, var 7,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra, og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) 9,9% á ársgrundvelli, var 11,2% á sama tímabili í fyrra.

Hreinar vaxtatekjur voru 15,3 milljarðar, var 15,2 milljarðar á sama tímabili í fyrra og var vaxtamunur 2,8%, var 2,9% í fyrra.

Hreinar þóknanatekjur voru 5,8 milljarðar, voru 6,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra, sem er 15% lækkun frá fyrri helmingi árs 2017 og má að mestu rekja til lækkunar á þóknanatekjum í tveimur dótturfélögum bankans.

Virðisbreyting útlána skilaði 1,9 milljarða hagnaði á fyrri árshelmingi samanborið við 440 milljóna kr. hagnað á fyrri helmingi ársins í fyrra.

Stjórnunarkostnaður án einskiptisliða jókst um rúm 3% á milli ára og nam 13,7 milljarða, var 13,2 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Hækkunin skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum auk kostnaðar vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi bankans.

Útlán til viðskiptavina jukust um 5,9% (44,8 milljarða) á fyrri helmingi þess árs í samtals 800 milljarða. Ný útlán á fyrri árshelmingi voru 98,5 milljarðar og dreifðust vel á milli viðskiptaeininga bankans en innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 2% eða 11,4 milljarða Heildarinnlán námu 578 milljarða, að því er fram kemur í tilkynningu.

Nánar á heimasíðu bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK