Rútufyrirtækin á bremsunni

Rútubílaflotinn hefur stækkað töluvert á undanförnum árum en nú er …
Rútubílaflotinn hefur stækkað töluvert á undanförnum árum en nú er farið að bera á samdrætti á því sviði, m.a. vegna þyngri rekstrar rútufyrirtækja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fyrstu sex mánuðum ársins voru 92 hópbifreiðar nýskráðar, samanborið við 183 á sama tímabili í fyrra. Það er samdráttur um rétt tæp 50% milli tímabila.

Í ViðskiptaMogganum í dag segist Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar og nefndarmaður í hópbifreiðanefnd Samtaka ferðaþjónustunnar, ekki gera ráð fyrir því að mikið verði keypt af rútum á næstu árum.

„Það er alveg ljóst, því afkoman er svo hræðilega léleg hjá mörgum félögum út af genginu. Það hefur ekki allt að segja að það sé mikið að gera, það þarf að vera einhver afkoma svo hægt sé að kaupa rúturnar. Menn eru að bremsa í þeim efnum. Ég held að það verði verulegur samdráttur í þessum innflutningi á næsta ári einnig.“

Undanfarin þrjú ár hefur hópbifreiðafloti rútufyrirtækja stækkað umtalsvert. Á árunum 2015 til 2017 voru nýskráðar 643 rútur og voru langflestar af þeim skráðar á fyrstu sex mánuðum hvers árs, eða 535 hópbifreiðar. Flestar hópbifreiðar voru nýskráðar á fyrri helmingi ársins 2016, eða 230 bifreiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK