Hægt að laga hjól á fjöllum

Hjólastandur frá Hjólalausnum
Hjólastandur frá Hjólalausnum Ljósmynd/Aðsend

Sérhæfðar viðgerðarstöðvar fyrir reiðhjól og skíðabúnað frá fyrirtækinu Hjólalausnum hafa verið settar upp í Bláfjöllum og Skálafelli. Jónas Björgvinsson framkvæmdastjóri Hjólalausna segir í samtali við ViðskiptaMoggann að búnaðurinn sé nýjung frá fyrirtækinu en Skálafell sé t.d. vinsæll staður fyrir fjallahjólamennsku. Samskonar viðgerðarstöðvar eru væntalegar hjá Hlemmi Mathöll, Klambratúni og sundlaug Seltjarnarness.

Hjólalausnir flytja einnig inn rammgerð hjólastæði, og fyrstu 10 eru nú komin upp í bílakjallara Höfðatorgs. 30 bætast við á næstunni fyrir utan Kaffitár á Höfðatorgi og hjá Ráðhúsi Reykjavíkur. Stæðin bjóða einnig upp á rafhleðslur fyrir rafhjól, og eru ætluð almenningi, að kostnaðarlausu. Stæðunum fylgir m.a. öryggismyndavél.

Akureyri mikill hjólabær

Jónas segir að hjólastæðin fái enn meiri útbreiðslu á næstunni, en Kringlan hafi pantað sex slík stæði. Einnig sé verslanamiðstöðin Glerártorg á Akureyri með málið til skoðunar. „Akureyri, með sínum mörgu brekkum, er mikill reiðhjólabær. Það er minni hjólamenning á Akranesi og Selfossi, sem er athyglisvert,“ segir Jónas.

Stæðin, sem Jónas flytur inn frá Bikeep í Eistlandi, eru talin 99% örugg. „Ég hef heyrt af þjófagengjum hér á landi sem hella fljótandi köfnunarefni á traustustu hjólalása og mylja þá í sundur þannig. Ég hef verið að fá góð viðbrögð frá fólki sem vill nú hjóla til vinnu, en hefur hingað til ekki þorað að skilja hjólin sín eftir fyrir utan vinnustaðinn.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK