Stofna markaðstorg fyrir filippseyska ferðaþjónustu

Frá vinstri: Xiaochen Tian, framkvæmdastýra Guide to Iceland, Jaime Bautista, …
Frá vinstri: Xiaochen Tian, framkvæmdastýra Guide to Iceland, Jaime Bautista, forstjóri Philippine Airlines, Bonifacio Sam, forstjóri PAL Express, og Gísli Eyland, viðskiptaþróunarstjóri Travelshift. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtækið Guide to Iceland hefur í gegnum dótturfélag sitt Travelshift komist að samkomulagi við flugfélagið Philippine Airlines um stofnun markaðstorgs fyrir ferðaþjónustu í sameiginlegri eigu beggja aðila, segir í tilkynningu frá Guide to Iceland. Tilgangurinn er að kynna og selja filippseyska ferðaþjónustu á alþjóðlega vísu og feta þannig í fótspor Guide to Iceland.

Travelshift er hugbúnaðararmur Guide to Iceland og hefur fyrirtækið unnið að því síðustu misseri að koma á laggirnar nýjum samstarfsverkefnum utan Íslands. Filippseyjar verða fjórða landið sem Travelshift nemur utan landsteina Íslands.

„Við ráðumst í þetta verkefni af miklum hug. Við höfum unnið þrotlaust að því að færa Travelshift frá því að vera hreinn innanhúshugbúnaður yfir í að verða hugbúnaðarlausn sem við getum nýtt alþjóðlega. Nú höfum við fundið frábæran samstarfsaðila í Philippine Airlines, stærsta flugfélagi Filippseyja, og verkefnið fer vel af stað,“ er haft eftir Sigurði Guðbrandssyni, framkvæmdastjóra Travelshift, í tilkynningunni.

Áætlað er að Guide to Philippines verði fleytt af stað á næstu vikum. „Sterk staða Philippines Airlines og það tengslanet sem fyrirtækið býr yfir innan ferðamannaiðnaðarins á Filippseyjum mun reynast gríðarleg lyftistöng fyrir Guide to Philippines. Markaðurinn er risastór og við hlökkum til að byggja stórt alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi,“ er enn fremur haft eftir Sigurði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK