Minni hagnaður bankanna

Bankarnir skila hagnaði.
Bankarnir skila hagnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja nam 23,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins og dróst hann nokkuð saman miðað við sama árshluta í fyrra, þegar hann nam 31,2 milljörðum króna.

Tveir bankanna birtu afkomutölur sínar í gær og nam hagnaður Arion banka 5,0 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, miðað við 10,5 milljarða í fyrra. Hagnaður Íslandsbanka var 7,1 milljarður króna en fyrir ári var hann 8,0 milljarðar. Landsbankinn, sem tilkynnti afkomu sína í síðustu viku, hagnaðist um 11,6 milljarða króna fyrstu sex mánuðina, en til samanburðar var hagnaðurinn 12,7 milljarðar á fyrri helmingi síðasta árs.

Arion banki greindi frá því í afkomutilkynningu sinni í gær að stjórn bankans leggur til að greiddir verði 10 milljarðar króna til hluthafa í arð í haust, sem liður í að lækka eiginfjárstöðu bankans í skrefum. Jafnframt hefur bankinn ráðið ráðgjafa til þess að meta framtíðareignarhald á dótturfélaginu Valitor, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu bankanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK