Reyna við sölu United Silicon í núverandi mynd

Reyna á að selja kísilverksmiðjuna United Silicon í Helguvík.
Reyna á að selja kísilverksmiðjuna United Silicon í Helguvík.

Arion banki hyggst setja kísilverksmiðjuna Stakksberg í Helguvík í söluferli á síðari hluta ársins. Stakksberg er eignarhaldsfélagið sem tók við þrotabúi United Silicon. Fyrst um sinn verður reynt við sölu miðað við núverandi ástand verksmiðjunnar en engin starfsemi er í henni í dag.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, og Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, fóru yfir uppgjör 2. ársfjórðungs.

Töluverða vinnu er búið að setja í söluna og hefur sú vinna þokast eitthvað í rétta átt. Bókfært virði verksmiðjunnar er um 6,3 milljarðar að sögn Höskuldar sem er töluvert undir kostnaðinum við byggingu hennar sem nam um 18 milljörðum króna.

Tók Höskuldur fram að engin starfsemi væri í verksmiðjunni og ýmislegt ætti eftir að gera til að koma henni í gang. Mun það svo koma í ljós síðar á árinu hvort möguleg sala fari fram miðað núverandi stöðu verksmiðjunnar sem er í dag án starfsemi. Gangi það ekki eftir verður reynt við sölu þegar einhver gangur er kominn á starfsemina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK