Farþegum fækkar um 5%

Sala á áfangastaði í Norður-Ameríku gengur treglegar en áætlanir gerðu …
Sala á áfangastaði í Norður-Ameríku gengur treglegar en áætlanir gerðu ráð fyrir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

519 þúsund farþegar flugu með vélum Icelandair í júní og fækkaði þeim um 5% miðað við júlímánuð í fyrra. Framboðnum sætiskílómetrum á leiðum félagsins fjölgaði á sama tíma um 2%.

Veldur það því að sætanýting fór úr 89,2% í júlí í fyrra í 85,3% nú. Í tilkynningu frá félaginu segir að sala á áfangastaði í Norður-Ameríku gangi treglegar en áætlanir gerðu ráð fyrir en sætanýting á leiðum félagsins í Evrópu hafi hins vegar staðið í 90,7% og aukist um 2,9 prósentustig á milli ára.

Í sömu flutningatölum kemur fram að farþegar Air Iceland Connect hafi verið 32 þúsund í júní og hafi fækkað um 14% milli ára. Segir félagið að fækkunina megi rekja til þess að félagið hafi hætt að fljúga til Belfast og Aberdenn í maí og einnig lagt af beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar.

Framboðnum gistinóttum á hótelum Icelandair Group fjölgaði um 13% í júní frá því sem var á fyrra ári og voru þær 51.475 talsins. Seldum gistinóttum fjölgaði um 9% og stóðu í 43.276. Herbergjanýtingin fór við það úr 87,4% í 84,1%. Leiguflugsstarfsemi á vegum fyrirtækisins óx ásmegin milli júnímánaða eða um 7% og voru seldir blokktímar 2.669 miðað við 2.489 blokktíma í júní í fyrra.

Fraktflutningarnir gáfu hins vegar eftir og fækkaði seldum tonnkílómetrum um 6% og voru þeir 10.081.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK