Tempo metið á 6,9 milljarða í söluviðræðum

Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo.
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo.

Origo hf. hefur undirritað samkomulag um einkaviðræður um sölu á um þriðjungshlut í Tempo ehf., dótturfélagi Origo, til fjárfestingasjóðsins HPE Growth Capital, en sjóðurinn sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum.

Greint hafði verið frá því áður að Origo ætti í samstarfi við fjárfestingabankann AGC Partners í Boston um söluferli á verulegum eignarhlut í Tempo. Í lok júní var hins vegar greint frá því að einhver seinkun yrði á því að söluferlinu lyki fyrir mitt ár 2018, eins og upphaflega var áætlað. Í dag tilkynnti félagið svo um fyrrnefnt samkomulag um einkaviðræður.

„Með undirritun samkomulags þessa hefja aðilar einkaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um bindandi samning. Viðræður aðila munu byggja á forsendum og skilmálum samkomulagsins að teknu tilliti til niðurstöðu áreiðanleikakönnunar,“ segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í viðræðunum er miðað við að heildarvirði Tempo sé 62,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 6,9 milljarðar króna og að HPE eignist um þriðjung hlutafjár, eða sem nemur um 2,3 milljörðum króna. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki í september eða október.

Miðað við lokagengi í viðskiptum með bréf Origo í dag var fyrirtækið metið á rúmlega 10 milljarða króna.

Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK