Pepsi kaupir SodaStream

AFP

PepsiCo er að kaupa ísraelska fyrirtækið SodaStream á 3,2 milljarða Bandaríkjadala og eru kaupin liður í sókn drykkjar- og snakkframleiðandans inn á heimilismarkað. SodaStream framleiðir samnefnd tæki sem breyta vatni í kolsýrt vatn, sódavatn.

PepsiCo greiðir sem svarar 144 Bandaríkjadölum á hlut fyrir útistandandi hlutabréf í SodaStream en það er 32% meira en meðalverð fyrir hlutabréf félagsins á markaði síðasta mánuð. Hluthafar fá greitt reiðufé fyrir hlut sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK