Verðmat Eimskips lækkar um 9,5%

Verðmat Eimskips lækkar um 9,5%.
Verðmat Eimskips lækkar um 9,5%. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verðmat Eimskips lækkar um 36 milljónir evra eða um 9,5% samkvæmt uppfærðu mati Capacent í kjölfar sex mánaða uppgjörs félagsins. Capacent metur gengi hlutabréfa Eimskips nú á 235 krónur á hlut í stað 250 króna á hlut samkvæmt fyrra mati. Skráð gengi hlutabréfa í Kauphöllinni er 221,5 krónur á hlut og er verðmatsgengið því um 6% hærra.

Fyrra verðmat Capacent á Eimskip hljóðaði upp á 379 milljónir evra en hljóðar nú upp á 343 milljónir evra sem samsvarar nærri 10% lækkun. Í íslenskum krónum lækkar verðmatið þó aðeins um 6% eða úr 46,6 milljörðum króna í 43,9 milljarða króna. Ástæðan er veiking á gengi krónunnar um nærri 4% gagnvart evru frá síðasta verðmati.

Afkoma Eimskips var undir væntingum á fyrri hluta árs 2018 þrátt fyrir að tekjur hefðu numið 328 milljónum evra og því aukist um 4,4% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Rekstrarhagnaður Eimskips fyrir afskriftir (EBITDA) dróst saman um 14% á fyrri hluta þessa árs og nam 22,2 milljónum evra en var 26 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

Arðsemi eigin fjár var 2,5% á fyrri hluta árs samanborið við 4,3% á fyrri hluta árs 2017 og 9,3% á fyrri hluta árs 2016.

Rekstraráætlun helst ekki

Capacent hefur því endurskoðað rekstraráætlun sína fyrir Eimskip og gerir nú ráð fyrir því að EBITDA verði á bilinu 57 til 63 milljónir evra. Áður hafði Capacent gert ráð fyrir því að EBITDA yrði á bilinu 60 til 65 milljónir evra. Capacent reiknar því ekki með að rekstraráætlun Eimskipafélagsins haldi.

Í verðmatinu er tekið fram að í sögulegu samhengi hefur seinni hluti árs hjá Eimskip verið betri og að Capacent reikni með því að afkoma Eimskips á seinni hluta árs 2018 verði tæplega 4 milljónum evra betri en á seinni hluta síðasta árs og að EBITDA ársins 2018 nemi 56 milljónum evra.

„Veiking krónunnar síðustu daga mun hjálpa félaginu en þyngra vegur þó hækkun olíuverðs sem mun draga úr arðsemi félagsins. Það mætti vel rökstyðja að Capacent væri fullbjartsýnt á reksturinn í ljósi stöðunnar á olíumarkaði,“ segir í verðmatinu.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK