Breytingar hjá N1 og nýtt nafn

N1 hefur breytt nafninu í Festi eftir kaupin á Krónunni, …
N1 hefur breytt nafninu í Festi eftir kaupin á Krónunni, Nóatúni, Elko, Festi fasteignum og Bakkanum vöruhóteli. Ljósmynd/Aðsend

Á hluthafafundi N1 sem fram fór í  dag var samþykkt að breyta nafni félagsins úr N1 í Festi hf. eftir kaup N1 á Krónunni, Nóatúni, Elko, Festi fasteignum og Bakkanum vöruhóteli. Þá hefur ný stjórn félagsins verið kosin, en Björgólfur Jóhannsson tekur meðal annars sæti í stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í stjórn félagsins voru kosin þau Björgólfur Jóhannsson, Guðjón Karl Reynisson, Kristín Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þórður Már Jóhannesson. Þær Kristín og Margrét voru áður í stjórninni, en Björgólfur, Guðjón og Þórður koma ný inn. Margrét er áfram stjórnarformaður og var Þórður jafnframt kosinn varaformaður.

Björgólfur Jóhannsson kemur nýr í stjórn N1.
Björgólfur Jóhannsson kemur nýr í stjórn N1. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Á fundinum var einnig samþykkt ný samkeppnisstefna sem byggir á sátt við Samkeppniseftirlitið. Þá var samþykkt endurskoðuð kjarastefna, en áður hafði stjórnin lagt til starfskjarastefnu sem var mikið gagnrýnd, meðal annars af Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra.

Þá funduðu lífeyrissjóðir, sem eru stórir hluthafar í félaginu, um stefnuna og var niðurstaðan að hámarkskaupauki forstjóra geti orðið 3 mánuðir í stað 6 mánaða. Þá sé óheimilt að greiða umfram ráðningarsamning við uppsögn forstjóra. „Vill stjórn félagsins með þessu skapa fordæmi í íslensku atvinnulífi með því að sýna hógværð í breytilegum launagreiðslum til æðstu stjórnenda,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært: Í upphaflegri frétt var Björgólfur sagður nýr stjórnarformaður. Hið rétta er að hann kemur nýr inn í stjórn. Margrét er áfram stjórnarformaður. Hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.

Nýtt skipurit N1.
Nýtt skipurit N1.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK