Kom á óvart að vera sett af í stjórn

Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Kastljóss, og Guðrún Johnsen. Salan á Bakkavör …
Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Kastljóss, og Guðrún Johnsen. Salan á Bakkavör var umfjöllunarefni þáttarins. Skjáskot/Kastljós

Guðrún Johnsen, fyrrverandi varaformaður stjórnar Arion banka, segir það hafa komið flatt upp á sig þegar hún var sett af í stjórn bankans í nóvember 2015, degi eftir að hún óskaði eftir því á stjórnarfundi bankans að gerð yrði könnun á söluferli á hlut bankans í Bakkavör. Gengið var frá sölu eignarhaldsfélagsins BG12 á 45,9 prósenta hlut í Bakkavör í janúar árið 2016 þar sem Arion banki fór með 62 prósenta hlut.

Eign­ar­hlut­ur­inn sem seld­ur var þre­faldaðist í verði á tuttugu mánuðum frá janú­ar 2016 til nóv­em­ber í fyrra og fór úr 147 millj­ón­um punda í 433 millj­ón­ir líkt og kom fram í umfjöllun um málið í Fréttablaðinu í morgun.

Í Kastljósi í Ríkisútvarpinu í kvöld segir Guðrún að hún hafi þá verið búin að starfa í stjórn Arion banka í næstum því samfellt í átta ár í farsælu starfi. „Þetta kom á óvart,“ sagði Guðrún og bætti við sérstaklega í því ljósi að ekki hafi verið nema þrír mánuðir til næsta aðalfundar þegar hún var sett af.

Spurð hvort Fjármálaeftirlitið eða bankasýsla ríkisins hefðu átt að grípa inn í söluna á hlut bankans í Bakkavör kvaðst Guðrún vera bundin trúnaðarskyldu og gæti því ekki tjáð sig um einstaka mál eða atriði. Þá sagðist hún aðspurð ekki hafa ástæðu til að ætla að stjórnarmenn bankans hafi ekki borið hagsmuni hluthafa fyrir brjósti við ákvörðun um söluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK