150% aukning í sölu Suzuki-mótorhjóla í ár

Suzuki Mótorhjól.
Suzuki Mótorhjól.

Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri mótorhjóladeildar Suzuki á Íslandi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að sala á Suzuki-mótorhjólum hafi stóraukist á þessu ári eftir að hafa staðið í stað nánast frá hruni. Kolbeinn segir að salan í ár stefni í 50 hjól, sem er um 150% aukning frá síðasta ári.

„Árið í ár er fyrsta alvörusöluárið eftir hrun. Þarna spilar inn í meðal annars að verðið hefur lækkað vegna hagstæðara gengis. Menn sem hafa lengi verið í startholunum að kaupa sér mótorhjól hafa nú séð tækifæri til að láta draum sinn um að eignast stórt götuhjól rætast,“ segir Kolbeinn.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK