Hluthafar Beringer í myrkri

Beringer er með starfsemi sína í Höfðatorgi.
Beringer er með starfsemi sína í Höfðatorgi. mbl.is/Styrmir Kári

Þann 18. júní síðastliðinn var starfsfólki Beringer Finance tilkynnt að alþjóðlegur banki myndi kaupa fjárfestingarbankann. Þá væri frágengið að Aðalsteinn Jóhannsson, forstjóri Beringer Finance, og stærsti eigandi bankans, myndi taka sæti í stjórn bankans og leiða í kjölfarið alþjóðlegt samruna- og yfirtökuteymi hans. Frá því að þetta var upplýst og greint frá fyrirhuguðum viðskiptum í Morgunblaðinu þann 19. júní síðastliðinn hafa aðilar í hluthafahópi Beringer Finance ekki fengið upplýsingar um framgang málsins. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Sömuleiðis munu þeir ekki hafa fengið upplýsingar um rekstur bankans það sem af er þessu ári.

ViðskiptaMogginn leitaði viðbragða Aðalsteins Jóhannssonar við þessu í gær. Hann sagði af og frá að hluthafar hefðu ekki verið upplýstir um stöðu mála.

„Hluthafar okkar hafa fengið upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma og því skil ég ekki þessa gagnrýni.“

Hann sagði að innan skamms yrðu kaup hins ónefnda alþjóðlega banka gerð opinber og upplýst hver bankinn væri.

„Við höfum ekki heimild til að greina frá þessu fyrr en að lokinni áreiðanleikakönnun og þá þurfa yfirvöld fjármálaeftirlits í nokkrum löndum að leggja blessun sína yfir kaupin,“ segir Aðalsteinn.

Aðalsteinn fer með 60% hlut í Beringer Finance, sem er norskt fyrirtæki en rekur dótturfélög í fleiri löndum, m.a. á Íslandi. Um 30% hlut í félaginu á hin norska Must-fjölskylda, sem áður var eigandi Fondsfinans AS en fyrirtækin tvö sameinuðust um mitt ár 2016. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum á þeim tíma kom fram að Erik og fjölskylda hans ættu 50% í sameinuðu fyrirtæki en þau hlutföll hafa breyst síðan þá. Þá eiga núverandi og fyrrverandi starfsmenn Beringer Finance þau 10% sem Aðalsteinn og Must-fjölskyldan halda ekki á.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK