Lex stækkar í hugverkarétti

Örn Gunnarsson er faglegur framkvæmdastjóri hjá Lex.
Örn Gunnarsson er faglegur framkvæmdastjóri hjá Lex. Haraldur Jónasson/Hari

Örn Gunnarsson faglegur framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar LEX segir í samtali við ViðskiptaMoggann að lögmannsstofan hafi lengi verið mjög framarlega á sviði hugverkaréttar, og hafi á að skipa meðal annars tveimur af helstu lögmönnum landsins á því sviði, Erlu S. Árnadóttur og Huldu Árnadóttur.

Með kaupum á G.H. Sigurgeirssyni ehf. verði þetta svið lögmannsstofunnar breikkað til muna. Hann segir að engir starfsmenn fylgi með í kaupunum, og kaupverð sé trúnaðarmál. „Mál er varða hugverkaréttindi eru gríðarlega vaxandi markaður, og tengjast hverskonar hugverkum, hvort sem það er í hugbúnaðargeiranum, á sviði einkaleyfa, vörumerkja eða í hinum skapandi geira, tónlist, kvikmyndum eða bókmenntum. Við sjáum þetta fyrir okkur sem mikið vaxtarsvið í framtíðinni í íslenskri lögfræði, sem unnt er að sinna betur,“ segir Örn.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK