Aflýsa 250 flugferðum

Ryanair er írskt lággjaldaflugfélag sem flýgur milli allra helsu áfangastaða …
Ryanair er írskt lággjaldaflugfélag sem flýgur milli allra helsu áfangastaða Evrópu. AFP

Verkfall starfsmanna flugfélagsins Ryanair hefur áhrif á tugþúsundir farþegar í dag, en flugfélagið hefur aflýst 250 flugferðum. Í gær tilkynntu þýskir flugmenn félagsins að þeir myndu fylgja fordæmi bresku og hollensku kollega sinna.

Flugþjónar í Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Portúgal og Spáni hafa einnig lagt niður störf vegna deilna um kaup og kjör. Þrátt fyrir þetta segir Ryanair að 90% af starfsemi þeirra haldist óröskuð, og að aðgerðir flugmanna og –þjóna hafi aðeins áhrif á 35.000 af öllum 400.000 farþegum þeirra.

Að því er segir á vef BBC virðast aðgerðirnar enn ekki hafa haft afgerandi áhrif á flug Ryanair til og frá Bretlandi.

Deila starfsfólksins við Ryanair snýst um að starfsfólkið vill fá starfssamninga í sínu heimalandi, en ekki í Írlandi, sem hefur áhrif á aðgang þeirra að almannatryggingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK