Hlutabréf Tesla hrapa í verði

Gengi hlutabréfa í Tesla hafa lækkað mikið eftir að tilkynnt …
Gengi hlutabréfa í Tesla hafa lækkað mikið eftir að tilkynnt var um að fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefði kært Elon Musk. AFP

Hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla hröpuðu í dag við upphaf viðskipta í Bandaríkjunum. Í gær var tilkynnt um að Elon Musk, forstjóri og stofnandi félagsins, hefði verið kærður af fjármálaeftirliti Bandaríkjanna fyrir svik eftir að hann tilkynnti mjög óvænt í síðasta mánuði um að hann hefði ákveðið að taka fyrirtækið af markaði. Hætti hann við áformin nokkru síðar.

Um­mæl­in um­deildu birt­ust í færslu sem Musk birti á Twitter 7. ág­úst. Það kom mörg­um mjög á óvart þegar Musk birti færsl­una þar sem hann hefði „tryggt fjár­mögn­un“ af­skrán­ing­ar fyr­ir 420 dali á hlut. Það leiddi til þess að hluta­bréfa­verð hækkaði.

Hefur meðal annars verið bent á að 420 sé tala sem tengd er við kannabisneyslu, en fyrr í þessum mánuði reykti Musk kannabis í beinni útsendingu og vakti athæfið talsverða athygli.

CNBC segir í dag að Telsa hafi verið nálægt því að undirrita samkomulag vegna ummæla Musk. Fól það í sér að félagið myndi greiða sekt, en á móti væri ekki viðurkennd sekt félagsins eða Musk. Þó þyrfti Musk að hverfa frá sem stjórnarformaður félagsins í tvö ár. Musk gat ekki sætt sig við þetta og hætti við samkomulagið á síðustu stundu samkvæmt CNBC.

Eftir að greint var frá kærunni í gær lækkuðu bréf Tesla á eftirmarkaði og var lækkunin um 12% við opnun markaða í dag. Þegar þetta er skrifað hafa bréfin aðeins hækkað á ný, en lækkunin frá því í gær nemur samtals 11,11% frá lokunarverði í gær.

Elon Musk hefur verið duglegur við að koma sér í …
Elon Musk hefur verið duglegur við að koma sér í sviðsljósið undanfarið og oftar en ekki hefur það verið vegna umdeildra ummæla eða athafna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK