Tesco Bank sektaður um milljarða

Breska fjármálaeftirlit sektaði bankann um rúma tvo milljarða.
Breska fjármálaeftirlit sektaði bankann um rúma tvo milljarða. AFP

Breski bankinn Tesco Bank hefur verið sektaður um 16,4 milljónir punda, um 2,4 milljarða íslenskra króna, af breska fjármálaeftirlitinu vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana bankans sem komu í ljós í kjölfar netárásar sem gerð var á Tesco Bank í nóvember árið 2016.

Í frétt BBC kemur fram að bankinn hefði ekki gert allt sem í hans valdi stóð til að vernda innistæðueigendur. Netræningjarnir stálu 2,26 milljónum punda en Tesco Bank hefur gefið það út að öll sú fjárhæð hafi verið endurgreid til þeirra sem áttu í hlut.

Í yfirlýsingu fjármálaeftirlitsins kom fram að hægur vandi hefði verið að koma í veg fyrir árásina og að Tesco hefði ekki tekist á við hana af nægilegri festu.

Frétt BBC í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK