Tíu manns sagt upp hjá WOW air

AFP

Tíu starfsmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu WOW air um mánaðamótin. Þetta staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, í samtali við mbl.is.

Uppsagnirnar tengjast hagræðingaraðgerðum innan flugfélagsins. Ekki fengust upplýsingar um það í hvaða deildum starfsmennirnir sem missa vinnuna hafa starfað.

WOW air tilkynnti í gær að flugfélagið væri hætt að fljúga til þriggja áfangastaða yfir vetrarmánuðina í hagræðingarskyni; Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Félagið mun aflýsa flugferðum til þessara staða frá 5. nóvember fram í byrjun apríl á næsta ári.

Samkeppnisaðilinn Icelandair tilkynnti í lok síðasta mánaðar að á þriðja tug starfsmanna hefði verið sagt upp störfum hjá flugfélaginu í ýmsum deildum þess bæði í Reykjavík og á starfsstöðvum félagsins í Reykjanesbæ og Hafnarfirði.

Þá er stutt síðan flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair var gert að velja á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtækinu frá og með næstu áramótum eða láta af störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK