Tvísköttunarsamningur tekur gildi í lok mánaðarins

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á Íslandi, undirrituðu samninginn í janúar. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Tvísköttunarsamningur á milli Íslands og Japans tekur gildi 31. október en skipti á fullgildingarskjölum vegna samningsins fóru fram í gær að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samningurinn var undirritaður 15. janúar á þessu ári.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að við gildistöku tvísköttunarsamningsins komi ákvæði hans er varða skipti á upplýsingum og aðstoð við innheimtu skatta til framkvæmda frá þeim degi án tillits til þess á hvaða degi skattarnir eru lagðir á eða þess skattárs sem skattarnir tengjast. Hluti samningsins kemur til framkvæmda 1. janúar á næsta ári.

Hvað Ísland varðar kemur sá hluti tvísköttunarsamningsins til framkvæmda í byrjun næsta árs sem snýr að staðgreiðslu- eða afdráttarsköttum vegna tekna sem aflað er 1. janúar 2019 eða síðar, og að því er varðar aðra skatta, vegna skatta sem leggja má á vegna skattárs sem hefst 1. janúar 2019.

Hvað Japan varðar þegar kemur að sköttum sem eru lagðir á í tengslum við skattár, vegna skatta fyrir skattár sem hefjast 1. janúar 2019 og varðandi skatta sem eru ekki lagðir á í tengslum við skattár, að því er varðar skatta sem eru lagðir á eða eftir 1. janúar 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK