Hlutabréf Tesco falla um 8%

Forstjóri Tesco, Dave Lewis, sést hér í nýrri verslun Tesco …
Forstjóri Tesco, Dave Lewis, sést hér í nýrri verslun Tesco en keðjan er að setja á laggirnar nýja lágvöruverðskeðju, Jack, til höfuðs keppinautum á smásölumarkaði. AFP

Hagnaður Tesco, stærstu smásölukeðju Bretlands, dróst saman um tæpan þriðjung, 32%, á fyrri hluta rekstrarársins. Nam hagnaður Tesco 426 milljónum punda, sem svarar til 62,3 milljarða króna.

Í tilkynningu frá Tesco kemur fram að heildsalan Booker, sem Tesco keypti fyrr á árinu, hafi stutt við afkomu félagsins á fyrri hluta rekstrarársins. Á sama tímabili í fyrra, febrúar til ágúst, nam hagnaður Tesco 628 milljónum punda en að hluta má rekja þann hagnað til sölu á starfsemi Tesco í Kóreu. 

Undirliggjandi hagnaður, en það er hagnaður félagsins án tillits til tekna eða gjalda sem falla til í eitt skipti, nam 933 milljónum punda sem er 24% meira en á sama tímabili í fyrra. Framlag Booker skipti þar sköpum. 

Markaðurinn hefur tekið afkomutilkynningu Tesco illa það sem af er degi því hlutabréf félagsins hafa lækkað um rúm 8% í verði í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK