Íhuguðu lögbann á arðgreiðslu

Bankasýsla ríkisins íhugaði alvarlega að krefjast þess að sýslumaður legði lögbann á arðgreiðslu á hlutabréfum Arion banka í dótturfélaginu Valitor Holding til hluthafa bankans.

Stofnunin taldi arðgreiðsluna brjóta í bága við samningsbundinn rétt ríkisins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá 2009. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Þetta kemur fram kemur í minnisblaði sem bankasýslan skrifaði Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, 15. janúar síðastliðinn. Bankasýslan fór þar til í febrúar á þessu ári með 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka.

Í minnisblaðinu, sem Markaðurinn fékk afhent frá ráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga, segir jafnframt að það hafi verið mat bankasýslunnar að fjárfestahópurinn sem keypti um 30 prósenta hlut í Arion í mars í fyrra – Goldman Sachs og vogunarsjóðirnir Attestor, Och-Ziff og Taconic – hafi „ásælst“ Valitor sérstaklega og „hafi með kaupum sínum á hlutum í Arion þegar farið að huga að því hvernig unnt væri að ná undirtökum í Valitor“.

Frétt Fréttablaðisins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK