Mega ekki gera lítið úr avókadó

Costa má ekki birta auglýsinguna þar sem avókadó og beikonrúllur …
Costa má ekki birta auglýsinguna þar sem avókadó og beikonrúllur eru bornar saman. AFP

Bresku kaffihúsakeðjunni Costa hefur verið bannað að birta aftur auglýsingu þar sem það var gefið í skyn að morgunverðartilboð hennar væri betra en að borða avókadó.

Breska neytendastofan segir að útvarpsauglýsing Costa hafi latt neytendur til að neyta ferskra ávaxta.

Í auglýsingunni sagði að avókadó væri „hart eins og steinn í átján daga, þrjá klukkutíma og tuttugu mínútur“ áður en hægt væri að neyta þess „í tíu mínútur“. Síðan myndi það skemmast. Svo voru neytendur hvattir til að koma við á kaffihúsum Costa og fá sér beikonrúllu og egg í staðinn í morgunmat. 

Costa sagði sér til varnar að auglýsingin fjallaði um hversu erfitt væri að meta þroska avókadó og að ávöxturinn væri orðinn vinsæll morgunmatur.

Radiocentre, sem leggur mat á auglýsingar áður en þær eru birtar, segir að í þessari tilteknu auglýsingu hafi verið sett fram léttvæg athugasemd sem allir þeir sem kaupa óætt avókadó skilja. Síðan hafi verið gerður samanburður á því og að kaupa skyndikaffi og beikonrúllu.

Tveir hlustendur kvörtuðu undan auglýsingunni og sögðu hana letja neytendur til að borða ferska ávexti. Breska neytendastofan tók undir þetta og sagði auglýsinguna brjóta í bága við lög þar sem tekið er fram að samanburður á matvælum mætti ekki letja fólk til að velja kosti á borð við ferska ávexti og grænmeti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK