Mál tengd Pólverjum í hverri viku

Að störfum við byggingaframkvæmdir. Mynd úr safni.
Að störfum við byggingaframkvæmdir. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tvö til þrjú mál koma á borð ræðismanns Póllands á Íslandi í hverri viku vegna slæmrar meðferðar á pólsku vinnuafli eða ógreiddra launa.

Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, segir að málin tengist oftast fólki sem vinnur hérlendis aðeins í nokkrar vikur eða mánuði, að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV.

„Yfirleitt koma málin upp þegar starfsmaðurinn er á heimleið og á síðustu dögum kemst hún eða hann að því að þeir hafi farið rangt að eða ekki gert eitthvað sem þeir áttu að gera og þá undir þeim formerkjum að vinnuveitandi annaðhvort borgi þeim ekki neitt, borgi þeim mjög lítið eða heiti að greiða seinna þegar málin skýrast,“ segir Pilch í samtali við RÚV.

Hann bætir við að málum sem þessum fari fjölgandi. Langoftast eru það karlmenn sem tilkynna um mál og kvarta undan vinnuveitanda.

Pilch nefnir einnig að ráðgjöf eða aðstoð vanti frá stéttarfélögum eða stjórnvöldum í málum sem þessum. Jafnframt gagnrýnir hann Vinnumálastofnun og segir að hún bregðist seint og illa við kvörtunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK