Spá fleiri gjaldþrotum á árinu

Primera varð gjaldþrota í byrjun mánaðarins. Fyrir mánaðamót höfðu önnur …
Primera varð gjaldþrota í byrjun mánaðarins. Fyrir mánaðamót höfðu önnur evrópsk flugfélög einnig lýst yfir gjaldþroti.

Þýska greiningarfyrirtækið Scope ratings spáir því að fleiri flugfélög muni verða gjaldþrota á þessu ári og vísar þar til erfiðari rekstrarskilyrða, sérstaklega fyrir lítil flugfélög. Í vikunni var greint frá því að Primera air hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum og hætti flugfélagið starfsemi í kjölfarið. Í lok síðasta mánaðar urðu til dæmis evrópsku flugfélögin VLM og SkyWork líka gjaldþrota. Öll þessi flugfélög áttu það sameiginlegt að vera með færri en 10  flugvélar í flota sínum. Sagt er frá greiningunni á vefsíðu E24.

Í greiningu Scope ratings er vísað til þess að mjög erfitt verði fyrir minni flugfélög að keppa á móti þeim sem stærri eru og segir að bestu möguleikar minni félaga felist í sameiningu eða að finna stærri félög sem vilji kaupa þau.

Hækkandi olíuverð er sagt ein af helstu ástæðum fyrir verra gengi flugfélaganna, en það á ekki aðeins við um smærri félögin. Er meðal annars vísað til lægri afkomu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair. Segir að flugfélög sem hafi tryggt sig gegn hækkandi olíuverði muni hafa forskot á önnur flugfélög á komandi tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK