Atvinnuleysi ekki lægra í 49 ár

Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 134.000 í september.
Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 134.000 í september. AFP

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum í septembermánuði var 3,7% og hefur ekki mælst lægra síðan í desember 1969, fyrir um 49 árum. Samkvæmt vinnumálastofnun Bandaríkjanna urðu 134.000 ný störf til í mánuðinum, sem eru þó færri en búist var við. BBC greinir frá.

Störfum fjölgaði sérstaklega innan hinna ýmsu þjónustugeira, sem og í heilbrigðisþjónustu og byggingarvinnu. Þá hækkaði tímavinnukaup um 2,8% miðað við september í fyrra, en í ágúst hafði kaupið hækkað um 2,9 prósent frá árinu áður.

Fellibylurinn Flórens hafði talsverð áhrif á vinnumarkaðinn samkvæmt skýrslu vinnumálastofnunarinnar, en störfum tengdum frístundum og gistingu fækkaði um 18.000 í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK