Íslenskt hráefni vannýtt auðlind

Ragnheiður Axel og Liljar Már sem standa að Og natura …
Ragnheiður Axel og Liljar Már sem standa að Og natura brugghúsi. Þau eru að kynna fyrstu vörur sínar, krækiberjavín og bláberjabjór. Skúli Craft Bar við Fógetagarðinn Haraldur Jónasson/Hari

„Okkur finnst þetta skemmtilegt vín núna. Haustið er allsráðandi og þarna er verið að nota uppskeru sumarsins. Vínið passar eflaust mjög vel með villibráð eða sveppum. En svo verður líka bara áhugavert með vorinu að sjá hvernig vínið mun eldast,“ segir Ragnheiður Axel Eyjólfsdóttir víngerðarkona.

Ragnheiður Axel og Liljar Már Þorbjörnsson hafa stofnað Og natura, brugghús þar sem notast verður við íslenskt hráefni sem þau telja að hafi verið vannýtt við framleiðslu áfengra drykkja. Þau kynntu fyrstu afurðir sínar í gær; bláberjabjór og krækiberjavín.

Ragnheiður  hefur þróað vínið Axel sem er borðvín unnið úr krækiberjum. Þetta mun vera eina borðvínið sem framleitt er hér á landi um þessar mundir. „Mér finnst krækiber vera vannýtt hráefni. Það er forvitnilegt í víngerð enda eru í því tannín og olía sem þú færð ekki í öðrum berjum hér,“ segir Ragnheiður en hún hefur kosið að lýsa víninu sem náttúrulegu víni. Um þessar mundir er svokallað náttúruvín afar vinsælt í ákveðnum kreðsum en helstu páfar innan þeirrar hreyfingar vilja meina að vín hennar falli ekki undir þá skilgreiningu. Ástæðan er sú að notast er við sætu úr döðlum og eplum við víngerðina.

„Við tíndum villt krækiber og notuðum svo vínpressu til að pressa hrásafa úr þeim. Síðan var hann settur á stórar plasttunnur til gerjunar. Þá setjum við eplasafa út í til að gefa sykur. Síðan er þetta látið standa og gerjast í tiltölulega langan tíma áður en því er tappað á flöskur. Þetta er alveg náttúrulegt vín, það eru ekki notuð nein kemísk efni. Allt sem er notað eru hreinar náttúruafurðir,“ segir hún. Vínið verður selt á veitingastöðum og stefnan er sett á að það fáist einnig í vínbúðum fyrir jólin.

Liljar Már hefur þróað bláberjabjór sem ber nafn hans. Hann segir að bjórinn sé gerður úr handtíndum íslenskum bláberjum. „Bjórinn hefur djúpan berjatón og er mjög góður með villibráð,“ segir hann.

Stefnan er sett á frekari framleiðslu og vöruþróun. „Hugsunin er að Og natura sé samstarfsvettvangur. Við ætlum að reyna að fá hæfileikaríkt fólk til að þróa bjór og fleiri drykki með okkur,“ segir Liljar.

„Okkur finnst núna vera pláss á markaðnum. Fólk er meira tilbúið en áður að smakka eitthvað nýtt. Náttúrulegar afurðir eru vinsælar og þær mega alveg vera bragðsterkar,“ segir Ragnheiður Axel.

Ragnheiður Axel og Liljar Már sem standa að Og natura …
Ragnheiður Axel og Liljar Már sem standa að Og natura brugghúsi. Þau eru að kynna fyrstu vörur sínar, krækiberjavín og bláberjabjór. Skúli Craft Bar við Fógetagarðinn Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK