Spyr hvert gjaldeyrisvaraforðinn fór

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/RAX

Ég gerði mér ekki grein fyrir að Kaupþingsmenn næðu að blekkja ríkisstjórnina til að kasta fé í þeirra botnlausu hít. En það er einmitt það sem gerðist. Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, segist hafa verið blekktur.

Þetta segir kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson á vefsíðu sinni vegna þeirra ummæla Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Kastjósi Ríkisútvarpsins að hann hafi verið blekktur í tengslum við lánveitingu ríkissjóðs til Kaupþings í kjölfar bankahrunsins fyrir tíu árum síðan þar sem bankanum voru lánaðar 500 milljónir evra úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Áður hafi Glitnir verið tekinn yfir fyrir 700 milljónir evra en Landsbanki Íslands hafi ekkert fengið. Hins vegar hefði verið hægt að bjarga þeim síðastnefnda fyrir 200 milljónir evra með því að færa Icesave-innlánsreikningana undir breska lögsögu.

„Ríkisstjórn Íslands átti möguleika á að bjarga einum bankanna haustið 2008, með því að fara að hugmyndum breska fjármálaeftirlitsins um að koma Icesave innlánsreikningum Landsbankans hið snarasta undir breska lögsögu. Til þess að svo yrði þurfti Landsbankinn 200 milljón punda fyrirgreiðslu frá Seðlabanka Íslands.“

Kominn tími til þess að upplýsa málið

Forsætisráðherra hafi hins vegar verið blekktur til að samþykkja miklu hærra lán til Kaupþings. „Allur gjaldeyrisforðinn rann þar á einu bretti í vafasamar björgunaraðgerðir Kaupþingsmanna, þar sem helsta markmiðið var að tryggja stjórnendum bankans, mönnum sem höfðu stýrt skráðu félagi í örfá ár, milljarða í eigin vasa.“

Björgólfur segir að þennan dag fyrir tíu árum hefði hann aldrei trúað því að Icesave yrði blásið upp í stórkostlega milliríkjadeilu. „Forsvarsmenn Landsbanka vissu vel að bankinn átti nægar eignir til að standa undir þeim kröfum. Það sagði ég skýrt í sjónvarpsviðtali í október 2008, sjálfum hrunmánuðinum. Sú reyndist líka raunin, en fáir voru tilbúnir til að horfast í augu við þá staðreynd fyrr en endanlegur dómur loks féll í málinu.“

Hins vegar hafi Icesave-grýlan drepist að lokum. „Sú niðurstaða var mikið fagnaðarefni. Nú þarf að fá endanlegar skýringar á því, hvernig Kaupþingi tókst að fá gjaldeyrisforða þjóðarinnar með blekkingum og upplýsa almenning, á 10 ára hrunafmælinu, í eitt skipti fyrir öll hvert gjaldeyrisvaraforði landsins fór.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK