Keypt fasteignir á Spáni fyrir 1,7 milljarða

Steinunn Fjóla Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsmarkaðar hjá spænsku fasteignasölunni Medland, og …
Steinunn Fjóla Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsmarkaðar hjá spænsku fasteignasölunni Medland, og Richard Hart, forstjóri Medland, á Hótel Sögu í dag. Ljósmynd/Aðsend

Íslendingar hafa keypt fasteignir á Spáni fyrir alls 13 milljónir evra, eða um 1,7 milljarða króna á síðustu 20 mánuðum hjá spænsku fasteignasölunni Medland.

Um er að ræða eignir á verðum frá 15 milljónum íslenskra króna og upp úr, íbúðir, raðhús og einbýli. Allt eru þetta nýbyggðar eignir en Medland sérhæfir sig í nýbyggingum við suðausturströnd Spánar, að því er segir í tilkynningu.

Medland heldur ráðstefnu á Hótel Sögu um helgina en þar eru fulltrúar frá átta spænskum byggingaraðilum við Costa Blanca sem kynna fyrir ráðstefnugestum helstu verkefni þeirra. Um 200 áhugasamir Íslendingar mættu á Hótel Sögu í dag til að kynna sér fasteignir á Spáni og búist er við svipuðum fjölda á morgun, að sögn Steinunnar Fjólu Jónsdóttur, markaðsstjóra Íslandsmarkaðar hjá fasteignasölunni, sem er ein sú stærsta við austurströnd Spánar.

„Það er mikil eftirspurn. Íslendingar eru á faraldsfæti og sólgnir í sól og birtu, svo ég tali nú ekki um verðlagið hér suður frá. Á síðasta ári keyptu 47 íslenskir einstaklingar, pör og fjölskyldur fasteignir í gegnum okkur. Heildarandvirði þessara fasteignaviðskipta var um 8 milljónir evra, eða um milljarður íslenskra króna og á fyrstu 8 mánuðum þessa árs höfum við selt landanum eignir fyrir 5 milljónir evra eða um 700 milljónir króna. Það stefnir því í svipaða eða meiri sölu til íslenskra viðskiptavina á þessu ári," segir Steinunn Fjóla í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK