Áhætta aukist frá síðasta fundi

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Golli

Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn fjórða fund á árinu á föstudaginn. Á fundinum var fjallað um áhættu í fjármálakerfinu sem enn er talin tiltölulega hófleg, en hún hefur þó aukist frá síðasta fundi. Slaknað hefur á spennu í þjóðarbúskapnum og líkur á samdrætti í ferðaþjónustu hafa aukist.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 

Þar segir enn fremur, að áfram sé upptaktur í fjármálasveiflunni og sjöunda ársfjórðunginn í röð vaxi skuldir einkageirans að nafnvirði. Hátt fasteignaverð, bæði á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, feli í sér töluverða áhættu. Þróunin á íbúðamarkaði tengist að hluta til örum vexti ferðaþjónustunnar á undanförnum árum.

Möguleg áföll í flugrekstri ógna ekki fjármálastöðugleika

Innlendir flugrekendur hafa lent í mótvindi undanfarna mánuði. Möguleg áföll í þeim geira myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.

Hratt dregur úr viðskiptaafgangi en fjárhagsleg staða heimila og fyrirtækja er enn sterk.

Eiginfjárhlutföll stóru viðskiptabankanna hafa lækkað m.a. vegna aukinna arðgreiðslna en eru þó nokkuð yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og lausafjárstaða þeirra uppfyllir reglur Seðlabanka með ágætum. Viðnámsþróttur viðskiptabankanna er því talsverður.

Geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll góð

Þá er geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll góð, m.a. vegna góðrar ytri stöðu, stórs gjaldeyrisforða og sögulega lágrar skuldastöðu hins opinbera og einkaaðila.

Samþykkt var stefna ráðsins um beitingu sveiflujöfnunarauka auk tilmæla til Fjármálaeftirlitsins um óbreyttan sveiflujöfnunarauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK