Tvöföldun starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu

Starfsmönnum á gistihúsum og veitingahúsum fjölgaði mikið á öðrum ársfjórðungi eða um 97%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Á öðrum ársfjórðungi störfuðu tæplega 200 þúsund manns (199.870) á aldrinum 16-74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem er aukning um 21.016 (11,8%) frá öðrum árfjórðungi 2008.

Með starfandi er bæði átt við launafólk og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Fjölgun starfandi fólks frá öðrum ársfjórðungi 2008 til annars ársfjórðungs 2018 var mest í rekstri gististaða og veitingarekstri eða um 8.428 (97%).

Mesta fækkunin var í fjármála- og vátryggingastarfsemi  þar sem fjöldi starfandi fór frá því að vera 8.803 í 6.341 sem er fækkun um 28%.

Ef litið er til tiltekinna atvinnugreina má sjá að mikil aukning hefur orðið í ferðaþjónustu og tengdum greinum eða um 98,5% á þessu tímabili, á sama tíma og starfandi fólki í sjávarútvegi fækkaði úr 9.141 í 8.875 eða um 2,9%, segir í frétt Hagstofunnar.

Þegar á heildina er litið voru fleiri karlar (53,3%) starfandi á íslenskum vinnumarkaði en konur (46,7%) á öðrum ársfjórðungi 2018.

Flestir karlar starfa við framleiðslu eða 15.888, á sama tíma og flestar konur, eða 18.572, starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hlutfall kvenna er hæst í heilbrigðis- og félagsþjónustu, eða 79%, en hlutfall karla er hæst í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, eða 93,9%.

Flestir innflytjendur starfa við rekstur gististaða og í veitingarekstri en hlutfall þeirra af öllum starfandi er hæst í leigustarfsemi (N) eða 42,6% og skýrist það af miklum fjölda þeirra hjá ferðaskrifstofum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK