Skúla gert að greiða 223 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag félagið Sjöstjörnuna, sem er fasteignafélag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway, til þess að greiða þrotabúi félagsins EK1923 ehf., áður Eggert Kristjánsson ehf. heildverzlun, tæpar 223 milljónir króna auk dráttarvaxta. 

Enn fremur staðfesti héraðsdómur riftun greiðslu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar að fjárhæð 21,3 milljónir króna í mars 2016 og Sjöstjörnunni gert að endurgreiða fjárhæðina auk vaxta og sömuleiðis staðfest kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í fasteignum í eigu Sjöstjörnunnar á höfuðborgarsvæðinu, Árborg og í Ölfusi.

Uppreiknað nema báðar kröfurnar um 407 milljónum króna.

Sjöstjörnunni, sem er alfarið í eigu Skúla í gegnum eignarhald hans á Stjörnunni ehf. og Leiti eignarhaldsfélags ehf., var einnig gert að greiða málskostnað upp á 2,5 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK