910 milljóna hagnaður VÍS á 3. ársfjórðungi

VÍS skilaði 910 milljóna hagnaði á þriðja ársfjórðungi.
VÍS skilaði 910 milljóna hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Eggert Jóhannesson

Hagnaður tryggingafélagsins VÍS nam 910 milljónum króna eftir skatta á þriðja ársfjórðungi samanborið við 278 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra en fyrirtækið birti uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær.

Samsett hlutfall VÍS var 85,4% á tímabilinu en var 94,6% árið 2017. Heildartekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi voru 6,2 milljarðar miðað við 4,9 milljarða á sama tímabili í fyrra. Heildargjöld voru 5,1 milljarður á þriðja ársfjórðungi sem er það sama og árið 2017.

Sé litið á fyrstu níu mánuði þessa árs er hagnaður VÍS 1,5 milljarðar króna en hann var 829 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þá jukust iðgjöld tímabilsins um 9,4% frá sama tímabili í fyrra. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi hækkuðu um 106% og námu 1,8 milljörðum króna. Eignir fyrirtækisins voru við lok síðasta mánaðar 48,1 milljarður króna og eigið fé 14 milljarðar.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK