Vivaldi smíðar tölvupóst

Jón Von Tetzchner.
Jón Von Tetzchner. mbl.is/​Hari

Norsk-íslenska netvafrafyrirtækið Vivaldi, sem er að mestu í eigu frumkvöðulsins og athafnamannsins Jóns von Tetzchner, mun bjóða notendum upp á tölvupóst í næstu stóru útgáfu vafrans, sem væntanleg er snemma á næsta ári.

„Þetta er póstur sem verður hluti af vafranum, sem hver sem er mun geta notað frítt og fengið netfang ókeypis sömuleiðis,“ segir Jón í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að meðal eiginleika póstforritsins sé að gefa fólki kost á að stjórna mörgum mismunandi tölvupóstreikningum á einum og sama staðnum á einfaldan hátt.

„Þetta er hugsað fyrir þá sem nota tölvupóst mikið. Þetta verður eins og að vera með Outlook, nema bara betra,“ bætir Jón við og brosir, en pósturinn mun birtast að hans sögn í flipa í vafranum.

„Ég hef verið að nota þennan póst sjálfur með góðum árangri síðustu 18 mánuði í prufuútgáfu.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK