Samkaup kaupir verslanir Baskó

Verslun Iceland við Engihjalla í Kópavogi er meðal þeirra sem …
Verslun Iceland við Engihjalla í Kópavogi er meðal þeirra sem Samkaup hefur keypt. Aðsend mynd

Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland, sem og  nokkrar verslanir þar sem nú eru reknar 10 – 11 verslanir. Hefur Samkeppniseftirlitið heimilað kaupin að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ er haft eftir Ómari Valdimarssyni, forstjóra Samkaupa í tilkynningunni

Verslanirnar sem um ræðir eru: 10 – 11 verslanir í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík.

„Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar,“ er haft eftir Gunnari Agli Sigurðssyni, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa. Byrjað verði á að fara yfir kaupin með starfsfólki verslananna og kynna fyrir þeim hvaða breytingar muna eiga sér stað. Ljóst sé þó að öllu starfsfólki verði boðin áfram vinna hjá Samkaupum.

Þá er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK