60% aukning í Bretlandi

Ísey skyr er í harðri samkeppni á jógúrtmarkaði í Evrópu …
Ísey skyr er í harðri samkeppni á jógúrtmarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Í undirbúningi er að hefja framleiðslu í Japan og Nýja-Sjálandi. Kristinn Magnússon

Sala á Ísey skyri í Bretlandi eykst í ár um 60% frá síðasta ári og nam tæpum 1.000 tonnum. Varan er komin í 1.100 verslanir Waitrose, Aldi og Costco og í upphafi nýs árs bætast 500 verslanir Marks og Spencer við.

Skyrið var flutt út frá Íslandi framan af ári en var framleitt í mjólkurbúi í Danmörku þegar fyllt hafði verið upp í kvóta Íslands hjá Evrópusambandinu.

Þegar tollasamningur Íslands og ESB verður kominn að fullu til framkvæmda, á árinu 2021, verður tollfrjáls kvóti Íslands til útflutnings mjólkurafurða til ESB orðinn 4.000 tonn. Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. sem er dótturfélag Mjólkursamsölunnar, segir að auðvelt yrði að nýta hann allan í Bretlandi. Útganga Breta úr ESB hefur hins vegar sett strik í reikninginn. „Við teljum nokkuð víst að ESB-kvótinn muni ekki nýtast í Bretlandi og markaðsstarfið getur ekki beðið eftir pólitískum ákvörðunum um Brexit,“ segir Jón Axel. Þess vegna hefur verið samið við mjólkursamlag í Swansea í Wales um framleiðslu fyrir Bretland.

Á seinni hluta næsta árs hefst nýr kafli í sögu útflutnings á skyri. Þá verður hafin framleiðsla og sala á fjarlægum mörkuðum, í Japan, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Bundnar eru vonir við góðan árangur á þessu stóra markaðssvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK