Rauð jól á hlutabréfamörkuðum

Markaðir í Bandaríkjunum lækkuðu talsvert í gær og sömuleiðis markaðir …
Markaðir í Bandaríkjunum lækkuðu talsvert í gær og sömuleiðis markaðir í Asíu í dag. AFP

Markaðir í Asíu lækkuðu í dag eftir slæman dag á mörkuðum vestanhafs í gær. Var lækkunin í Bandaríkjunum sú mesta á aðfangadag frá upphafi og lækkun S&P 500 vísitölunnar hefur ekki lækkað jafn mikið í desember síðan í kreppunni miklu á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 5% í viðskiptum í dag, en það er versti einstaki dagur vísitölunnar síðan í apríl í fyrra. Þá lækkuðu hlutabréfavísitölur í Kína, Taílandi og Taívan.

Á sunnudaginn hafði fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin, samband við forstjóra sex stærstu banka Bandaríkjanna með það fyrir augum að lægja öldur á mörkuðum. Gaf ráðuneytið í framhaldinu út tilkynningu um símafundinn og sagði að forstjórarnir hefðu ætlað að auka lánveitingar til neytenda og viðskiptalífsins. Er slík tilkynning óvenjuleg fyrir fjármálaráðuneytið og kom á daginn að tilkynningin gerði allt annað en að minnka áhyggjur fjárfesta.

Í gær setti Donald Trump Bandaríkjaforseti svo inn færslu á Facebook þar sem hann sagði að Seðlabanki Bandaríkjanna væri „eina vandamál“ efnahags Bandaríkjanna. Viðbrögð hans höfðu heldur engin áhrif á fjárfesta og var niðurstaðan sem fyrr segir versti dagur á hlutabréfamarkaði vestanhafs á aðfangadag frá upphafi.

Leiðtogar Demókrata í báðum deildum þingsins, Nancy Pelosi og Chuck Schumer, gagnrýndu Trump í sameiginlegri yfirlýsingu í gær. Sögðu þau Trump vera í persónulegu stríði við seðlabankann á sama tíma og markaðir væru á niðurleið. Væri hann að steypa landinu í ringulreið á aðfangadag jóla.

Á sama tíma hefur hluta af stofnunum alríkisins verið lokað þar sem Demókratar og Repúblikanar hafa ekki komið sér sama um fjárlög fyrir stofnanir sem nemur um fjórðungi af útgjöldum alríkisins. Vill Trump að bætt sé við fjárveitingu upp á 5 milljarða dollara til að geta byggt upp „vegginn“ á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, en slíkt var meðal aðal kosningaloforða hans fyrir tveimur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK