Smáratívolí lokað og Sleggjan seld

Breytingar eru fyrirhugaðar í Smáralind eftir áramót og verða stóru …
Breytingar eru fyrirhugaðar í Smáralind eftir áramót og verða stóru tækin fjarlægð. Smáratívolí lokar í lok febrúar.

Rekstri Smáratívolís í núverandi mynd verður hætt í febrúarlok 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingólfi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Smáratívolís. Í samtali við mbl.is segir hann að ákvörðun um að hætta rekstri hafi verið tekin í því ljósi að meiriháttar framkvæmdir eru væntanlegar í austurhluta Smáralindar þar sem m.a. þurfi að fjarlægja stór tæki eins og 7D-bíóið, Sleggjuna og klessubíla.

„Við erum núna að vinna í að selja þessi tæki,“ segir Ingólfur og tekur af allan vafa um það hvort Smáratívolí ætli að opna á nýjum stað. „Þessari starfsemi af okkar hálfu verður hætt,“ segir Ingólfur en hann vonast til þess að Smáratívolí nái að finna stóru tækjunum nýja eigendur hér innanlands svo ekki þurfi að selja þau úr landi, en ekkert sé ljóst í þeim efnum ennþá.

Smárabíó tekur yfir hluta þjónustunnar

Í tilkynningunni kemur fram að Smárabíó muni auka við þjónustu sína þegar Smáratívolí hættir rekstri og taka yfir hluta af því húsnæði sem áður hýsti tívolíið, meðal annars með einstaka þjónustu við hópa og afmæli sem og fjölbreytta afþreyingu á efri hæð hússins, svo sem Laser tag og leiktæki.

Ingólfur segir að 25 manns starfi hjá Smáratívolí en stór hluti þeirra fái áfram vinnu hjá Smárabíó. „Starfsfólk Smáratívolís hefur lagt sig fram við að skapa góðar minningar fyrir unga jafnt sem aldna í gegnum tíðina með skemmtilegum tækjum, flottri aðstöðu og óteljandi hópeflum, afmælum og skemmtunum og við erum fullviss um að starfsfólk Smárabíós muni halda því góða starfi áfram ásamt því að bæta við skemmtilegum og fjölbreyttum möguleikum þegar fram líða stundir,“ segir í tilkynningunni.

Viðskiptavinir sem eiga inneignakort í Smáratívolí eru hvattir til að nýta þau fyrir lokun. Þeir sem skila kortum gefst kostur á að vinna glaðning á meðan birgðir endast. Eigendur inneignakorta geta einnig notað kortin frá 1. mars í þeim leiktækjum sem Smárabíó mun reka á efri hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK