Stjórnendur gamla Landsbankans sýknaðir

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Þórður

Fyrrverandi stjórnendur gamla Landsbankans voru sýknaðir í máli slitastjórnar bankans, LBI ehf.,  á hendur þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá var tveimur tengdum málum til viðbótar vísað frá dómi. RÚV greinir frá þessu.

Málin voru öll höfðuð árið 2011 og snúast um tjón sem LBI ehf. segir að fyrrverandi stjórnendur gamla Landsbankans hafi valdið bankanum með meintri saknæmri háttsemi, vegna millifærslna úr bankanum 6. október 2008, degi áður en Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans.

Alls krafðist slitastjórnin samanlagt 72 milljarða króna skaðabóta vegna málanna þriggja. Aðalmeðferð í málunum þremur hófst í lok október. Í frétt RÚV kemur fram að tveimur málum hafi verið vísað frá dómi, þar sem skaðabótakröfunar á  hendur fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni hljóðuðu upp á annars vegar 35 milljarða og hins vegar 22 milljarða.

Í þriðja málinu krafði LBI ehf. bankastjórana tvo og Jón Þorstein Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumann fjárstýringar bankans um alls ríflega 16 milljarða í skaðabætur fyrir að hafa ekki gengið að tryggingum fyrir láni til fjárfestingafélagsins Grettis, sem var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, eins aðaleigenda gamla Landsbankans. Mennirnir þrír voru sýknaðir í því máli.

Sigurjón Þ. Árnason, Björgólfur Guðmundsson og Halldór J. Kristjánsson. Mynd …
Sigurjón Þ. Árnason, Björgólfur Guðmundsson og Halldór J. Kristjánsson. Mynd úr safni. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK