Kauphöllin rauð

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Dagurinn í dag var rauður í Kauphöll Íslands. Öll skráð félög lækkuðu í verði fyrir utan Heimavelli sem stóðu í stað í einnar milljóna króna viðskiptum dagsins.

Mest viðskipti voru með bréf í Marel, eða 449 milljónir króna. Bréfin lækkuðu um 1,61 prósent og stóð gengi þeirra í 367,50 í lok dags.

Icelandair lækkaði mest í 67 milljóna króna viðskiptum. Nam lækkunin 2,96 prósentum og stóð gengi þeirra í 9,18 krónum á hlut við lokun markaðar.

Þá lækkaði Reginn um 2,63 prósent í 44 milljóna króna viðskiptum, Eik um 1,81 prósent í 28 milljóna króna viðskiptum og Eimskip um 1,55 prósent í 45 milljóna króna viðskiptum.

OMIX8-úrvalsvísitalan lækkaði um 1,58 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK